Gæsavötn - Umhverfi |
|||||||
Fréttir :: Skilaboð :: Tapað-fundið :: Stjórn og nefndir :: Forsíđa |
|||||||
|
|||||||
|
Hér eru jöklar, svartur sandur og rauður, helluhraun og úfið hraun, snjótittlingar og dýr í útrýmingarhættu, Geldingahnappur, 8° heitar uppsprettur, jökulfljót og svo ótal margt fleira. Í bókinni Landið þitt Ísland
eftir Steindór Steindórsson og Þorstein Jósepsson
má finna eftirfarandi lýsingu á Gæsavötnum
í S-Þing. Tvö grunn vötn eða tjarnir í
920 - 940 m y.s. ásamt gróðurbletti umhverfis þau.
Skammt fyrir ofan vötnin, í og við hraunbrún,
koma upp lindir, 7 - 8 °C heitar. Umhverfis þær er gróður
óvenju þróttmikill. Annars er gróður
í Gæsavötnum mjög háður árferði.
Allt í kringum vötnin eru melöldur svo að þau
leyna á sér uns að þeim er komið. Beint
upp af Gæsavötnum er kollóttur hnjúkur, Gæsahnjúkur. |
||||||
|