Gæsavötn - Umhverfi

Fréttir :: Skilaboð :: Tapað-fundið :: Stjórn og nefndir :: Forsíđa

Staðsetning
Skálinn
Myndir
Sagan
Umhverfi
Fréttabréf
 

Hér eru jöklar, svartur sandur og rauður, helluhraun og úfið hraun, snjótittlingar og dýr í útrýmingarhættu, Geldingahnappur, 8° heitar uppsprettur, jökulfljót og svo ótal margt fleira.

Í bókinni Landið þitt Ísland eftir Steindór Steindórsson og Þorstein Jósepsson má finna eftirfarandi lýsingu á Gæsavötnum í S-Þing. Tvö grunn vötn eða tjarnir í 920 - 940 m y.s. ásamt gróðurbletti umhverfis þau. Skammt fyrir ofan vötnin, í og við hraunbrún, koma upp lindir, 7 - 8 °C heitar. Umhverfis þær er gróður óvenju þróttmikill. Annars er gróður í Gæsavötnum mjög háður árferði. Allt í kringum vötnin eru melöldur svo að þau leyna á sér uns að þeim er komið. Beint upp af Gæsavötnum er kollóttur hnjúkur, Gæsahnjúkur.
Af Gæsahnjúk er útsýni yfir landið og miðin eða nánast... a.m.k. yfir Ódáðahraun, já allt frá Bárðarbungu í vestri til Kverkfjalla í austri. Er hægt að biðja um meira og halda virðingunni samt ?