Gæsavatnafélagið |
|||||||
Fréttir :: Skilaboð :: Tapað-fundið :: Stjórn og nefndir :: Forsíđa |
|||||||
|
|||||||
|
Fyrstu heimildir um Gæsavötn? "Var þá kalt veður, en bjart. Eftir
klukkustundar ferð í norðaustur frá Rjúpnabrekku,
fundu þeir lítið stöðuvatn og haglendi. Þar
voru gæsafjaðrir, og skírðu þeir það
Gæsavatn. Tjarnarpollar þessir eru tveir, og nefnast nú
Gæsavötn." Stiklað á stóru í sögu Gæsavatnabyggðar Heimildir eru til um þrjá mannabústaði
við Gæsavötn og í næsta nágrenni
þeirra. Eftir því sem við best vitum eru tveir
komnir í eyði en sá þriðji hefur nýlega
verið endurnýjaður og verður vonandi oft og mikið
notaður. Þorvaldur Thoroddsen sem ferðaðist um og rannsakaði Ódáðahraun manna mest, kom í Gæsavötn 1884 og skrifaði ári síðar í Andvara þetta um Gæsavötn: "Gróður er hjer sáralítill, eins og eðlilegt er, rjett uppi við jökulrönd og svo hátt yfir sjó. Jurtir eru allar mjög smávaxnar og kyrkingslegar og er á þeim meiri kulda- og heimskautablær en jeg hefi sjeð annarsstaðar á Íslandi, og það jafnvel meiri en í Grímsey." Það er ljóst að Baldur Sigurðsson jöklafari og Gæsavatnafélagi var hvorki að sækjast eftir gróðurilmi né þyt í laufi þegar hann ákvað að freista þess að hafa sumarsetu hér og bjóða upp á ferðir inn á Vatnajökul. Sem betur fer lét hann hrakspár fólks sem vind um eyru þjóta, því án áhuga hans og fjölskyldu hans stæðum við líklega ekki hér í nýreistum Gæsavatnaskála og aldrei hefði orðið til Gæsavatnafélag. Í upphafi hélt Baldur til í áðurnefndum
Kattarbúðum, en smíðaði sér síðan
skála við Gæsavötn 1973. Þaðan var hann
með ferðir á jökulinn í nokkur ár.
Seinna bauðst okkur, nokkrum lukkunnar pamfílum, að gerast
meðeigendur Baldurs og fjölskyldu hans og árið 1995
var Gæsavatnafélagið formlega stofnað. Félagið
stóð frammi fyrir því að endurbæta
Gæsavatnaskála eða ráðast í nýbyggingu.
Ákveðið var að sækja um leyfi til að byggja
nýjan skála í stað þess gamla. Eftir
fundi með jarðanefnd, hálendisnefnd, byggingafulltrúum,
skipulagsstjóra og mörgum fleirum stóðum við
með bunka af samþykktum byggingaleyfum og byrjuðum á
skálabyggingu á hlaðinu hjá SJS-verktökum
í maí 1996. Einu og hálfi ári síðar,
28. ágúst klukkan fimm að morgni, stóð
glæsilegur skáli, í tveimur hlutum á bílpöllum,
tilbúinn að leggja í´ann. Byggingasagan er nánar rakin í myndabók
sem er geymd í skálanum. Upplýsingum um Gæsavötn
og næsta nágrenni hefur verið safnað í bók,
sem einnig er aðgengileg í skálanum og ef lesendur
hennar eru með athugasemdir eða viðbætur eru þeir
beðnir um að láta vita. / sirrý |
||||||
|