Gæsavatnafélagið


Staðsetning
Skálinn
Myndir
Sagan
Umhverfi
Fréttabréf
 

Örnefni í kringum Gæsavötn.

Listinn settur saman undir leiðsögn Baldurs og Stefaníu, sem lengi vel voru nánast heimilsföst í Gæsavötnum.

Gólanhæðir.
Í upphafi var Baldur með stóra talstöð frá Póst- og símamálastofnun. Sú stöð dugði vel í Hraunborginni og í Kisa lengi vel. Gufunes og Akureyri náðust hins vegar illa við skálann og það fór svo að lokum að Baldri datt í hug að kanna skilyrðin á hólnum norður af skálanum. Það gekk svona vel að hinir og þessir kepptust við að svara og eftir það var farið til að góla á hæðunum sem smátt og smátt fengu nafnið Gólanhæðir.
Eftir að Baldur fékk SSB stöð var óþarfi að fara til Gólanhæða.

Hraunborgin.
Hraunborg nefndu Baldur og Stefanía fyrsta íverustað Baldurs. Þetta var gjall- eða klepragígur við jaðar jökulsins.Upphaflega var hægt að ganga að Kisa 20 m frá Hraunborginni. Kattarbúðir er nýrra nafn og Lionsmenn gerðu skilti sem þeir settu niður þarna. Hraunborgin var heil 1984 en þegar jökullinn skreið fram hrundi hún að hluta til. Í dag eru nćr engin ummerki um hana.

Faraó.
Móbergsklettur í suð-austur átt frá skálanum. Hann er syðst í Dyngjuhálsinum og hæsti punkturinn, frá skálanum séð, utan við jökulinn sjálfan.

Vörðuhryggur.
Fyrst var ein varða á hryggnum lengi vel. Grétar Hansson, bílstjóri hjá Guðmundi Jónassyni, kom með fólk í Gæsavötn. Hann stoppaði á hryggnum, því þar er útsýni yfir jökulröndina. Fólkið hlóð vörður við hlið þeirrar sem fyrir var og þeim fjölgaði...
Upp úr 1972 fóru Baldur og Stefanía að kalla hrygginn Vörðuhrygg.

Hitulaug við Marteinsflæðu.
Baldur útbjó litla setlaug 1975. Notaði til þess m.a. handbor frá Nóa bátasmið. Laugin var lítil með grónum bökkum og fylltist gjarnan af slýi og grósku á veturna. Fyrir einhverjum árum var hún stækkuð og dýpkuð. Ekki er vitað hverjir þar voru að verki en hún er eftir það heldur köld til að baða sig í og skjóllitlir bakkarnir.

Hraunkvísl.
Rennur í Skjálfandafljót rétt fyrir ofan Gjallanda. Ár og kvíslar í vestur frá skálanum eru Hraunkvíslin, Rjúpnabrekkukvísl, Sandá og Skjálfandafljót. Upp með Hraunkvíslinni er fallegt gil sem vert er að skoða.

Hníflarnir.
Vestur og suður af skálanum. Þeir eru eins og smækkuð eftirmynd af þeim í Vonarskarði.

Rauða torgið.
Ef haldið er frá gatnamótunum sem liggja til Gæsavatna áleiðis í Öskju eftir "nýju leiðinni" fer maður um Rauða torgið. Það er 1500 m stórt svæði, þakið rauðu grjóti. Þar hafa flugvélar lent.


Fréttir :: Skilaboð :: Tapað-fundið :: Stjórn og nefndir :: Forsíđa