Gönguleiðir í nágrenni Gæsavatna


Staðsetning
Skálinn
Myndir
Sagan
Umhverfi
Fréttabréf
 

Nokkrar hugmyndir að gönguleiðum
í nágrenni Gæsavatna

einn þreyttur göngugarpurHægt að labba að Hraunkvíslinni, yfir hana og í átt að Hníflunum

Upp með Hraunkvíslinni og í gilið fyrir ofan

Að Faraó og reyna að finna "bælið", sem Baldur og Stefanía fundu fyrir mörgum árum en erfitt hefur reynst að finna það aftur. Brúnin að vestan er örugg en norðaustan í Faraó er óöruggt og móbergið að molna í sundur.

Labba á Gæsahnjúkinn eða í kringum hann. Mjög gaman að fara austan við hann.

Austan við Faraóinn er helluhraun sem vert er að skoða. Þar er líka forvitnilegt rautt hraun.

Auðvelt er að rölta með smáfólkið í gilið sem er rétt fyrir ofan skálann.

Ganga í kringum syðra vatnið og fylgjast með kjóafjölskyldunni.

Fylgja læknum að neðra vatninu. Þar má huga að skötuormi og minna hvert annað á að í Gæsavötnum hefur hann verið í útrýmingarhættu. Það getur líka verið gaman að labba meðfram vatninu og niður með læknum sem rennur úr því. Lækurinn hverfur í sandinn litlu neðar.

Rölta á flugvöllinn og gá til veðurs.

Labba gamla veginn upp að jökli.

Margir hafa lagt leið sína í Vonarskarð til að skoða litadýrðina þar og hverasvæðin. Það svíkur engan að keyra að Hníflunum á leiðinni upp á Gjóstu og njóta návista við þessi náttúruundur. Þar sem Vonarskarð frá Gjóstu að Svarthöfða er nú gönguland á sumrin var upplagt að leggjast í mælingar á göngulandinu í tíma og vegalengdum.

Það reyndust vera 13.5 km eftir gönguleiðinni meðfram fjöllunum, milli Gjóstu og Svarthöfða. Margir fara samt leiðina austan við Deili.  Ef haldið er vel áfram og ekki slórað þeim mun meira ætti að vera hægt að rölta, taka myndir, hlusta á fuglana, dást að gróðrinum, skoða steina í öllum regnbogans litum, borða nesti á nokkrum stöðum, spjalla við ferðafélagana og fara í og úr vaðskónum; allt á 5 tímum, jafnvel rúmum 4 ef gengið er rösklega.  Ef maður vill skola af sér í lækjum þá bætist sá tími við.
Röskt göngufólk getur farið þessa leið fram og til baka á 8-9 tímum.
Ef bara er ætlunin að fara að jarðhitasvæðinu má gera ráð fyrir að það taki a.m.k. 2 tíma, með vaðstoppi, nestispásum o.fl. nauðsynlegu.

Ekki er ráðlagt að hjóla þessa leið fyrr en liðið er þó nokkuð á sumarið og jarðvegurinn sé orðin vel þurr, því að hjólin grafa sig víða auðveldlega niður.


Fréttir :: Skilaboð :: Tapað-fundið :: Stjórn og nefndir :: Forsíða