Gæsavatnafélagið
Fréttir

Fréttir :: Skilaboð :: Tapað-fundið :: Stjórn og nefndir :: Forsíða


Staðsetning
Skálinn
Myndir
Sagan
Umhverfi
Fréttabréf
 

Á aðalfundinum í mars 2017 var stofnaður Facebook-hópur. Áhugasamir félagsmenn geta haft samband við Ingimar Eydal til að tengjast.

Andlátsfregn

Baldur Sigurðsson félagi okkar og heiðursfélagi Gæsavatnafélagsins lést 7. desember s.l., 84 ára að aldri.  Stefanía eiginkona hans lést 12. ágúst 2011.

Það er ljóst að Baldur Sigurðsson jöklafari og Gæsavatnafélagi var hvorki að sækjast eftir gróðurilmi né þyt í laufi þegar hann ákvað að freista þess að hafa sumarsetu upp við jökulrönd og  bjóða upp á  ferðir inn á Vatnajökul.  Sem betur fer lét hann hrakspár fólks sem vind um eyru þjóta, því án áhuga hans og fjölskyldu hans stæðum við, Gæsavatnafélagar líklega ekki í rekstri Gæsavatnaskála og aldrei hefði orðið til Gæsavatnafélag.

Í upphafi hélt Baldur til í „Hraunborginni“, en kom sér síðan upp skála við Gæsavötn 1973.  Þaðan var hann með ferðir á jökulinn í nokkur ár.  Seinna bauðst okkur, nokkrum lukkunnar pamfílum, að gerast meðeigendur Baldurs og fjölskyldu hans og árið 1995 var Gæsavatnafélagið formlega stofnað.  Félagið reisti síðan nýjan skála spölkorn frá gamla skálanum 1997.

Við minnumst hugmyndaríks manns og skemmtilegs ferðafélaga sem átti alltaf sögur í pokahorninu af ævintýrum við leik og störf.

Gæsavatnaskáli er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér reglugerð og lögin um Vatnajökulsþjóðgarð á slóðinni:
http://www.vatnajokulsthjodgardur.is  og þar í "Upplýsingar".

Væntanlega munum við í framtíðinni hafa einhver samskipti
við Vatnajökulsþjóðgarð vegna staðsetningar skálans innan
þjóðgarðsins.

Gæsavötn eru innan norðursvæðis þjóðgarðsins. Til að átta
sig á norðursvæðinu er hægt að fara inn á slóð
Vatnajökulsþjóðgarðs og skoða kort.

Þjóðgarður

Ríkisstjórnin samþykkti þann 25. janúar 2005 að unnið yrði að undirbúningi þess að fella landsvæði norðan Vatnajökuls inn í framtíðar Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kom fram að svæðið nær yfir Vonarskarð og Tungnafellsjökul, meginhluta Ódáðahrauns, Öskju og Dyngjufjöll, Jökulsá á Fjöllum, Kverkfjöll og austur fyrir Eyjabakka. Samkvæmt þessu eru Gæsavötn innan Vatnajökulsþjóðgarðs (sjá meðfylgjandi kort, fengið frá Guðmundi Ó. Ingvarssyni kortagerðarmanni hjá Morgunblaðinu).

kort af fyrirhuguðum þjóðgarði