Gæsavatnafélagið
Umgengni


Staðsetning
Skálinn
Myndir
Sagan
Umhverfi
Fréttabréf
 
Þegar komið er í skála er ýmislegt sem þarf að gæta að. Aðallega hvað varðar umgengni við rafmagn, upphitun og vatn.
Það er best að byrja á því að leita að möppu einni vænni, þar sem finna má allar upplýsingar í smáatriðum hvernig bera skuli sig að við öll tæki og tól hússins.
Einnig eru þar allar upplýsingar varðandi frágang.

Í skálanum er rennandi vatn í eldhúsi.
Mörgum þykir algjör lúxus að þurfa ekki að hlaupa út á kamarinn, en til þess að inniklósettið virki eins og best verður á kosið, verður að fylgja nákvæmlega öllum leiðbeiningum. Það er til dæmis ekki betra að ná í vatn í stóra mjólkurbrúsann og ausa vatni í klósettkassann til að hala niður. Ekki nota rafmagnsdæluna við klósettið á veturna.
Eins er með upphitun. Til að fá góðan hita fljótt í skálann þarf að fara eftir kúnstarinnar reglum.

Muniđ eftir leiđbeiningunum í möppunni :)


Almennt:
Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu. Að gefnu tilefni er þeim sem fara út til að reykja bent á að filterinn er rusl og ber að setja í ruslið og fara með heim.
Ekki er tekið við framlögum af eldhúsáhöldum eða matvælum. Jafnframt er óskað eftir því að ekkert sé tekið úr húsinu af eldhús áhöldum.

Félagsmenn hafa lagt metnað sinn í að halda skálanum þrifalegum og reynt að fylgja þeirri óskráðu reglu að skilja við skálann eins og þeir vilja koma að honum.


Nýjustu fréttir :: Skilaboð :: Tapað-fundið :: Stjórn og nefndir :: Forsíđa